27.1.09

Áskorunarkort

Magnolíukort í grænum og brúnum tónum...gert fyrir áskorunarblogg Wiff of Joy

26.1.09

Afmæliskort


Það voru margar pásur teknar við að gera þetta kort enda kellan alltaf svo upptekin. En ég er nú samt þokkalega sátt við það bara. Stimpillinn er frá Wiff of joy sem eru bara mínir uppáhalds þessa stundina ;) 

20.1.09

Bleikur hengill



Myndatakan á þessu korti tókst nú ekki vel og ég hef ekki tíma núna til þess að taka betri mynd, geri það við tækifæri því litirnir sem eru í kortinu skila sér ekki nógu vel. En það er svosem ekkert um þetta kort að skrifa, það varð ekki eins og ég ætlaði mér, þetta átti að verða eitthvað voða mikið listaverk en varð ekki betra en þetta. 

17.1.09

Tilda á vegg


Það er svo miklu skemmtilegra að gera kort en að læra þessa dagana og þær stundir sem fara í kortagerðinna eru svo algjörlega stolnar og ættu að fara í verkefnavinnu. Ég hlakka mikið til að geta gert kort án þess að finna fyrir samviskubiti yfir því að ég ætti að vera að gera eitthvað annað...eins og að læra hehe :þ 



15.1.09

Fjólublátt og grænt


Fjólublátt er ekki einn af mínum uppáhalds litum og mér finnst nú lítið spennandi að nota hann. Ég ákvað samt að þar sem ég á til bæði skraut og pappír sem er fjólublátt þá ákvað ég að taka þátt í áskorun á Wiff of Joy áskorunarblogginu en það á að gera kort með fjólubláum og grænum lit, auk þess að nota Wiff of Joy stimpil. 

Pappírinn er gamall SU pappír. Fiðrildið er pönsað út með MS pönsi og blómin eru frá Prima. 

13.1.09

Músa-afmæliskort


Ég held bara að ég sé að komast í kortagírinn aftur :) Það er sko kominn tími til! Annars finnst mér frekar erfitt að vinna á þessu litla vinnuborði mínu, það verður allt í drasli eins og skot og draslið hleðst upp á smá tíma. Ég nenni heldur aldrei að taka til um leið og ég er búin að gera kortið hehe :D 

Mér finnst þessi stimpill alveg hrikalega dædur! Hann er frá Wiff of Joy og er einn af Party Animals safninu. Myndin er lituð með Copics litunum og pappírinn er BG. 

11.1.09

Afmæliskort


Það greip um sig smá þörf fyrir að skapa eitthvað og úr varð þetta afmæliskort. Ég er þessa dagana í verknámi á Barnaspítala Hringsins og það er brjálað að gera í því og tilheyrandi verkefnavinnu auk þess sem maður er að taka niður jólin og koma heimilinu í stand eftir það. Þegar svona mikið er að gera hjá manni þá langar mann aldrei eins mikið til að sitja og föndra eitthvað  ;) 

Ég þarf nú sennilega að laga stóru stjörnuna eitthvað, ég fór að asnast til að handskrifa afmæli og er ekki sátt. Nenni því bara ekki núna. 

Þetta er Wiff of Joy stimpill...rosa sætur, litaður með Copics tússum. Pappírinn er Crate, man ekki hvaða týpa og stjörnurnar eru pönsaðar út með SU pönsum. Þarna eru líka tölur frá BG.