18.12.08

FiðrildakortJæja jæja. Mágkona mín á afmæli fljótlega og ég ákvað að gera kort í snatri fyrir hana í dag. Hún er á leið til útlanda yfir jólin og afmælið sitt. Mig hefur lengi langað að gera kort með svona pönsuðum fiðrildum en hef bara ekki getað verslað mér svona fyrr en núna útaf þessu kreppustandi. Meira vesenið. Núna fær maður nánast aldrei pakka :( En vonandi lagast þetta einhvern daginn. 
En...það hefur verið mjög mikið að gera hjá mér undanfarið í skólanum, tók meðal annars síðustu prófin mín og nú er ekkert eftir nema smá verknám með tilheyrandi verkefnavinnu og svo lokaverkefni. Vegna anna þá hefur mér ekki tekist að klára nema 9 jólakort af einhverjum 30 - 40 sem ég þyrfti svo það er ekki víst að allir fái heimatilbúin kort frá mér í ár...sem mér finnst mjööög leiðinlegt. En ég ætla samt að reyna að fjöldaframleiða eitthvað í kvöld og annaðkvöld ;)