16.3.09

Sitjandi Tilda - Sitting Tilda


Ég hef verið svo upptekin við verkefnavinnu í skólanum síðustu daga að það hefur ekki gefist mikill tími í kortagerðina. Sem er eiginlega alveg ferlegt því það vantar ekki kortagerðarandann yfir mig þessa dagana. En það styttist óðum í útskrift og nú er bara að spýta í lófana á lokasprettinum. 
Þessi stimpill er eins og allir þekkja frá Magnolia og hún er lituð með hinum frábæru, æðislegu, dásamlegu copics litum :) 

I have been a bit bussy the last days because of some school projects I had to finish. I would rhater make a card than do those school projects but I also want to finish my school ;) Here is a card with one of the great magnolia's Tilda. I colored it with my copic markers. 

8.3.09

Kort í sjö kort á sjö dögum áskorun. Seven cards in seven days.






Þetta kort er í áskorun á skrapbook.is. Það á að gera sjö kort á sjö dögum og þetta er fimmta kortið. Stimpillinn er Wiff of Joy og hann er litaður með SU bleki. Pappírinn er BG. Blingið er í rauninni glært en ég litaði það með Copic's lit og það kom líka svona ljómandi vel út. 

I'm going to try to write in english although my english is not very good. This card is made for a challenge. We are supposed to make seven cards in seven days and this one is number five. The beautiful stamp is from Wiff  of Joy and I color it with Stampin'Up refill ink. I used Copic marker to color the swirl, I wanted it to be brown instead of crystal. I't looks great. 

3.3.09

Kortin streyma alveg þessa dagana!







Mér tókst í þetta sinn að klára heila örk af pappír í eitt kort. Ég á orðið svo mikið af pappírsafgöngum að það er bara ekki eðlilegt, því ég tími engu að henda. Ætla alltaf að nota þetta alltsaman en er ansi gjörn á að byrja á nýrri örk í hvert sinn sem ég geri kort.