Ég datt í kortastuð í dag. Alveg rétta veðrið til að sitja inni og föndra kort :) Við mæðgur sátum og gerðum kort saman. Fyrst varð ég að hjálpa henni og eftir að það var búið gat ég einbeitt mér að mínu korti.
Magnoliustelpan er lituð með copic's sem eru bara æðislegir og aftur æðislegir. Verst hvað mig vantar fleiri liti hehe :) Maður er í smá tíma að læra inn á þá og þeir verða alltaf skemmtilegri og skemmtilegri. Mikið væri nú gaman ef einhverjum dytti í hug að selja þá hérlendis!!
Pappírinn í kortinu er Bazzil og MME. Svo kom Cuttlebugvélin eitthvað nálægt þessu líka ásamt dásamlegu Nestabilities mótunum. Blómin eru frá Prima og borðinn frá Stampin'Up.
Nú hef ég ákveðið.....alltaf að ákveða eitthvað hehe :) ....að klára hverja örk af pp. Í dag td. byrjaði ég á nýrri örk og ég ætla að gera kort þar til ég klára hana ;) Svona til að reyna að minnka eitthvað afgangabúnkann. Næstu kort munu því verða í svipuðum dúr. En það er bara gaman að sjá mismunandi kort úr sama pp er það ekki? ;)
6 comments:
Jiii en þetta kort er fallegt!! Eins og laaaaangflest kortin þín!
ómæ hvað þetta er geggjað kort,
Geggjað kort!!
This is so wonderful!! I am so impressed with your coloring and cards. They look so soft and beautiful. I can't wait to see more of your work!
geggjað kort að vanda og snell þetta með afgangs pp
Oh wow, what a great card!
xAndrea
Post a Comment