26.10.08

Wiff of Joy


Loksins fann ég mér tíma til að nota þennan stimpil en ég er búin að eiga hann í svolítinn tíma. Mér gekk frekar brösuglega að mála kjólinn en það gengur bara vonandi betur næst  ;)

+Stimpillinn er +Wiff of Joy 

25.10.08

Það kom að því!!

Að kellan gerði kort!  Gerði þetta kort í dag af tilefni þess að mágkona mín var að útskrifast með mastersgráðu og ég fór í veislu til hennar. Ég er búin að vera í algjörri kortalægð en held fast í vonina að sköpunarlöngunin láti á sér kræla á ný. Stimpillinn er Wiff of Joy stimpill og hann er litaður með dásamlegu Copic's tússlitunum mínum :)