24.8.08

Ískalt

Þessari Tildu er greinilega ískalt en það er heiti áskorunnar einnar sem er á Tilda & Co Challenge Blog

Ég gerði þetta kort í góðum félagsskap í gær. Fékk tvær kvennsur í heimsókn sem var bara frábært og ég hlakka mikið til að fá þær aftur í heimsókn ;) 

22.8.08

Tilda með kökukefli

Þennan stimpil fékk ég í vikunni ásamt nokkrum bræðrum hans. Ekkert smá fallegir. Ég hef ekki verið í gírnum lengi en vonandi fer þetta að koma hjá mér. 

Nú byrjar skólinn á mánudaginn. Ég get nú ekki sagt að ég sé spennt að byrja. En það er spennandi að hitta mínar mjög svo frábæru bekkjarsystur sem mér þykir svoooo vænt um. Það gerir þetta líka aðeins auðveldara að nú byrjar 4. og síðasta árið mitt :) Eftir ár verð ég bara orðin hjúkrunarfræðingur :) 

En, nú nenni ég bara ekki að lýsa þessu korti neitt sérstaklega ...held að allir þekki bara uppskriftirnar mínar af kortum ;) 

11.8.08

Jóla jóla!

Þetta kort fæddist rétt í þessu. Það er gert úr Bazzil og MME pp. Primablómum og einhverju blingi. Myndin er Honey and Pip stimpill og er hún lituð með hinum margumtöluðu Copic's litum ;) 

7.8.08

Fyrsta jólakort ársins!

Þá hefur fyrsta jólakort ársins litið dagsins ljós en það er ekki seinna vænna að byrja á þeim. Ég verð svo upptekin í skólanum næstu mánuðina að ég þarf bara að byrja svona snemma. Ég er líka frekar lengi að gera hvert kort. 

Þetta kort er gert úr Bazzil og BG pp. Blúndan er gerð með Martha Stewart pönsi og blómið er prima. Stimpillinn er einn af Honey and Pip Christmas Collection. 
Stimpillinn er málaður með SU bleki. 

This is my first christmas card this year and I have to start making christmascards early because I don't have much time to make cards before christmas. I will be bussy reading my schoolbooks ;) 
This card is made of Bazzil and Basic Gray paper.  The stamp is one of the Honey and Pip Christmas Collection and I colored it with Stampin'Up ink. The flower is Prima. 

1.8.08

Gamaldags og saumað


Að sauma í kort með saumavél er eitthvað sem mig hefur lengi langað að prófa en ekki gefið mér tíma til þess fyrr en núna. Ég á pottþétt eftir að sauma í fleiri kort því mér finnst það koma svo flott út. 

Stimpillinn er Söru Kay stimpill ...ekkert smá krúttlegur ;) Ég málaði hann með SU bleki og pappírinn er K&Company...minnir að hann heiti það hehe :D Blómin eru prima og blúndan er gerð gömul með því að dýfa henni ofaní te.