1.8.08

Gamaldags og saumað


Að sauma í kort með saumavél er eitthvað sem mig hefur lengi langað að prófa en ekki gefið mér tíma til þess fyrr en núna. Ég á pottþétt eftir að sauma í fleiri kort því mér finnst það koma svo flott út. 

Stimpillinn er Söru Kay stimpill ...ekkert smá krúttlegur ;) Ég málaði hann með SU bleki og pappírinn er K&Company...minnir að hann heiti það hehe :D Blómin eru prima og blúndan er gerð gömul með því að dýfa henni ofaní te. 

3 comments:

Anonymous said...

geggjað flott :O)

Anonymous said...

Ekkert smá sætur stimpill, æðislegt hjá þér :-)

GuðrúnE

hulda beib said...

Vá Bryndís þetta er æðislega fallegt... sniðugt þetta trix með te og blúnduna ;) prófa það einhvern tíma