25.2.09

Ný Tilda






Þessi pappír er einn af mínum uppáhalds í BG, bara fallegur! Svo notaði ég Fiskars pönsana mína til að gera blúndumunstur. Magnolían er máluð með bleki á vatnslitapappír. 



22.2.09

Bleikt og bjútí







Ég er alveg vonlaus í að babbla mikið um þessi kort mín og eiginlega hætt að nenna að segja hvaða efni ég er að nota, þið spyrjið mig bara ef þið hafið áhuga ;) En ég er semsagt alveg í kortagírnum þessa dagana og hugmyndirnar flæða alveg hreint um kollinn! 

Mikið leiðist mér hvað það er erfitt að versla sér Copic's litina. Finnst stundum glatað hvað það er erfitt að fá það sem mann virkilega langar í hér á landi. Svona er nú að búa á litlu landi þar sem er lítill markaður...og kreppa þar að auki :(
En sem betur fer er nú hægt að kaupa eitthvað föndurdót hér á landi :) 

19.2.09

Kort í áskorun





Hér er enn eitt kortið sem ég geri í áskorun hjá Wiff of Joy Challenge blog. Þessi stimpill er svo krúttlegur :) Hann er líka frá Wiff of Joy. Ég stimplaði á vatnslitapappír og málaði myndina með bleki. Pappírinn er frá hinum og þessum framleiðendum. Blómin keypti ég á ebay eftir mikla leit ;) Þau eru frá prima ...alveg hrikalega sæt :) 

14.2.09

Dúllerí


Maður verður að láta þetta blogg standa undir nafni og reyna að láta vera svolítið dúllerí á kortunum. Mér finnst það svo gaman og hrikalega flott þegar mikið er lagt í kortin. Það er mitt mottó að ná því líka :)