18.12.08

Fiðrildakort



Jæja jæja. Mágkona mín á afmæli fljótlega og ég ákvað að gera kort í snatri fyrir hana í dag. Hún er á leið til útlanda yfir jólin og afmælið sitt. Mig hefur lengi langað að gera kort með svona pönsuðum fiðrildum en hef bara ekki getað verslað mér svona fyrr en núna útaf þessu kreppustandi. Meira vesenið. Núna fær maður nánast aldrei pakka :( En vonandi lagast þetta einhvern daginn. 
En...það hefur verið mjög mikið að gera hjá mér undanfarið í skólanum, tók meðal annars síðustu prófin mín og nú er ekkert eftir nema smá verknám með tilheyrandi verkefnavinnu og svo lokaverkefni. Vegna anna þá hefur mér ekki tekist að klára nema 9 jólakort af einhverjum 30 - 40 sem ég þyrfti svo það er ekki víst að allir fái heimatilbúin kort frá mér í ár...sem mér finnst mjööög leiðinlegt. En ég ætla samt að reyna að fjöldaframleiða eitthvað í kvöld og annaðkvöld ;) 


26.10.08

Wiff of Joy


Loksins fann ég mér tíma til að nota þennan stimpil en ég er búin að eiga hann í svolítinn tíma. Mér gekk frekar brösuglega að mála kjólinn en það gengur bara vonandi betur næst  ;)

+Stimpillinn er +Wiff of Joy 

25.10.08

Það kom að því!!





Að kellan gerði kort!  Gerði þetta kort í dag af tilefni þess að mágkona mín var að útskrifast með mastersgráðu og ég fór í veislu til hennar. Ég er búin að vera í algjörri kortalægð en held fast í vonina að sköpunarlöngunin láti á sér kræla á ný. Stimpillinn er Wiff of Joy stimpill og hann er litaður með dásamlegu Copic's tússlitunum mínum :) 

5.9.08

Loksins loksins

Ég er bara ekki búin að vera í kortastuði lengi, skil ekkert í þessu! Þetta kort er búið að vera heillengi í fæðingu. Vonandi er ég nú samt að hrökkva aðeins í gírinn. 

Það er nú ekki mikið um þetta kort að segja, nema þá helst stimpilinn en  hann er einn af Wiff of Joy stimplunum sem ég er svo skotin í. Þeir eru sko glænýjir á markaðnum :) 

Þetta kort gerði ég í áskorun sem ég rak augun í...langaði að vera með :) Hér er hægt að skoða: 


Í kortið notaði ég Bazzil, BG jólapp, Wiff of Joy stimpil sem ég litaði með SU bleki og svo notaði ég MS pöns. 

24.8.08

Ískalt

Þessari Tildu er greinilega ískalt en það er heiti áskorunnar einnar sem er á Tilda & Co Challenge Blog

Ég gerði þetta kort í góðum félagsskap í gær. Fékk tvær kvennsur í heimsókn sem var bara frábært og ég hlakka mikið til að fá þær aftur í heimsókn ;) 

22.8.08

Tilda með kökukefli

Þennan stimpil fékk ég í vikunni ásamt nokkrum bræðrum hans. Ekkert smá fallegir. Ég hef ekki verið í gírnum lengi en vonandi fer þetta að koma hjá mér. 

Nú byrjar skólinn á mánudaginn. Ég get nú ekki sagt að ég sé spennt að byrja. En það er spennandi að hitta mínar mjög svo frábæru bekkjarsystur sem mér þykir svoooo vænt um. Það gerir þetta líka aðeins auðveldara að nú byrjar 4. og síðasta árið mitt :) Eftir ár verð ég bara orðin hjúkrunarfræðingur :) 

En, nú nenni ég bara ekki að lýsa þessu korti neitt sérstaklega ...held að allir þekki bara uppskriftirnar mínar af kortum ;) 

11.8.08

Jóla jóla!

Þetta kort fæddist rétt í þessu. Það er gert úr Bazzil og MME pp. Primablómum og einhverju blingi. Myndin er Honey and Pip stimpill og er hún lituð með hinum margumtöluðu Copic's litum ;) 

7.8.08

Fyrsta jólakort ársins!

Þá hefur fyrsta jólakort ársins litið dagsins ljós en það er ekki seinna vænna að byrja á þeim. Ég verð svo upptekin í skólanum næstu mánuðina að ég þarf bara að byrja svona snemma. Ég er líka frekar lengi að gera hvert kort. 

Þetta kort er gert úr Bazzil og BG pp. Blúndan er gerð með Martha Stewart pönsi og blómið er prima. Stimpillinn er einn af Honey and Pip Christmas Collection. 
Stimpillinn er málaður með SU bleki. 

This is my first christmas card this year and I have to start making christmascards early because I don't have much time to make cards before christmas. I will be bussy reading my schoolbooks ;) 
This card is made of Bazzil and Basic Gray paper.  The stamp is one of the Honey and Pip Christmas Collection and I colored it with Stampin'Up ink. The flower is Prima. 

1.8.08

Gamaldags og saumað


Að sauma í kort með saumavél er eitthvað sem mig hefur lengi langað að prófa en ekki gefið mér tíma til þess fyrr en núna. Ég á pottþétt eftir að sauma í fleiri kort því mér finnst það koma svo flott út. 

Stimpillinn er Söru Kay stimpill ...ekkert smá krúttlegur ;) Ég málaði hann með SU bleki og pappírinn er K&Company...minnir að hann heiti það hehe :D Blómin eru prima og blúndan er gerð gömul með því að dýfa henni ofaní te. 

30.7.08

Þetta kort er gert í dag á heitasta degi sumarsins og jafnvel enn lengur. Ég sat úti á svölum og sólaði mig á meðan. Var reyndar búin að lita myndina áður. 

Auðvitað hlaut útkoman að verða sumarleg :) 


28.7.08

Sætur Sörustimpill

Held bara að þetta sé í fyrsta sinn sem mér tekst að lita svona sörustimpil svo vel sé. En þetta vel bleika og mjög svo stelpulega kort er fyrir áskorun á síðu hjá Katharinu

Myndin er lituð með SU bleki og það er svo skemmtilegt að nota svona blek, það kemur svo skemmtileg áferð. Pappírinn er Fancy Pants og ég stimplaði hann með Basic Gray stimplum. Þarna er líka Bazzil sem fór í gegnum böggið ;) SU borði, einhver blúnda og svo primablóm.  

25.7.08

Nestabilites-magnoliukort


Jamm, ekkert mikið um það að segja, bara gaman að nota þessi nestabilities mót, gefa marga möguleika og setja skemmtilegan svip á kortin. 

23.7.08

Magnolíugítarleikari


Oh hvað ég er skotin í þessum magnolíum. Það er svosem ekkert mikið um þetta kort að segja. Ég sat í allan gærdag og gerði kort og hafði sko gaman af. Ennþá á ég skrilljón stimpla sem ég á þegar eftir að prófa svo mér er alveg óhætt að halda áfram að stimplast. 

Ég nenni eiginlega ekki að lýsa þessu korti neitt, það er bara sami efniviður og í undanförnum kortum ;) Það sést reyndar ekki að eldurinn er litaður með copics glitter pennum og eru alveg gasalega flottir! 

Annars er ég í sumarfríi þessa dagana og finnst æðislegt að dúllast bara svona heima. Þarf að fara að byrja á jólakortunum en í gær pantaði ég mér alveg gordjöss jólastimpla sem ég hlakka mikið til að nota :) 

Hafið það gott í dag og endilega veriði duglegar að kommenta hjá mér....það er svo gaman að sjá hverjir eru að kíkja í heimsókn. 

22.7.08

Umslagskort....eða hvað það nú heitir


Nú prófaði ég svolítið nýtt, gerði svona umslagskort eða Criss Cross Card 
Ég notaði sama pappír og í síðasta kort. MME og Bazzil. Scor-Pal-inn minn kom líka að góðum notum, snilldargræja! Stimpillinn er auðvitað Magnolia eins og örugglega allar þekkja nú þegar ;) litaðir með copic's. 
Inni í kortinu er flipi sem hægt er að draga uppúr og skrifa á. 









21.7.08

Magnoliukort



Ég datt í kortastuð í dag. Alveg rétta veðrið til að sitja inni og föndra kort :) Við mæðgur sátum og gerðum kort saman. Fyrst varð ég að hjálpa henni og eftir að það var búið gat ég einbeitt mér að mínu korti. 

Magnoliustelpan er lituð með copic's sem eru bara æðislegir og aftur æðislegir. Verst hvað mig vantar fleiri liti hehe :) Maður er í smá tíma að læra inn á þá og þeir verða alltaf skemmtilegri og skemmtilegri. Mikið væri nú gaman ef einhverjum dytti í hug að selja þá hérlendis!! 

Pappírinn í kortinu er Bazzil og MME. Svo kom Cuttlebugvélin eitthvað nálægt þessu líka ásamt dásamlegu Nestabilities mótunum. Blómin eru frá Prima og borðinn frá Stampin'Up. 

Nú hef ég ákveðið.....alltaf að ákveða eitthvað hehe :) ....að klára hverja örk af pp. Í dag td. byrjaði ég á nýrri örk og ég ætla að gera kort þar til ég klára hana ;) Svona til að reyna að minnka eitthvað afgangabúnkann. Næstu kort munu því verða í svipuðum dúr. En það er bara gaman að sjá mismunandi kort úr sama pp er það ekki? ;) 

20.7.08

Vinkonukort

Nú erum við vinkonurnar að ná fertugsaldrinum. Ein okkar varð fertug í apríl síðastliðinn en við hinar verðum fertugar á næsta ári. Við hinar höfum því svolítið gaman að því að skjóta á þessa þar sem hún er elst. Um daginn fórum við út að borða og gáfum henni síðbúna gjöf og þetta kort fylgdi með. 

Þetta er gert úr Bazzil og BG pappír. Stimpillinn er Bella og litaður með copic's litum. Blómin eru prima og MM brads. 

19.7.08

Nammipokar


Prinsessan á heimilinu er orðin sex ára og hætti á leikskólanum á dögunum. Í tilefni þess fór hún með nammipoka handa krökkunum á deildinni. Fósturnar fengu líka nammipoka en hann var aðeins stærri og innihélt konfekt. Við mæðgur höfðum gaman af því að skreyta pokana saman og var hún afar stolt af því að fara með þá í leikskólann. 

Stimpillinn sem er notaður er Magnolia stimpill og er hann pönsaður út með SU pönsi. Rauði pp á bakvið er Bazzil og er hann líka pönsaður út með SU pönsi. Myndin er lituð með Copic's litum. 

12.7.08

Velkomin á nýja bloggið mitt. Mig hefur lengi langað að prófa að blogga í þessu umhverfi og er búin að vera í smá tíma að dunda mér við að búa það til. Mér sýnist þetta vera mjög þægilegt allt saman. Miklu fleiri möguleikar en á því gamla. Ég ætla  ekki að flytja myndirnar af gamla blogginu yfir, hef bara link á gamla bloggið.