This is a card for the Wiff of Joy Challenge blog. I just love this stamp.....so cute! The big snowflake is a Boss Kut die and that was the challenge...to use a die on the card. Thank you for visiting my blog and have a nice day! :)
14.10.09
Áskorun/ Wiff of Joy challenge
2.10.09
Jólakortin streyma inn :) - Christmascard
Snjókornið er frá Quick kuts, blómin frá Prima og laufblöðin eru pönsuð út með MS pönsum. Á bleðlinum undir myndinni er stimpill frá Tom Holtz og pappírinn er BG.
I just love this cute stamp from Wiff of Joy and I enjoyed color it with my lovely Distress Ink.
29.9.09
Jólakort og alþjóðlegi kortagerðardagurinn.
Þetta kort var ég að klára áðan. Það er búið að vera lengi á borðinu hjá mér þar sem mér hefur ekki gengið vel að klára það, kom ekki út eins og ég vildi en það verður bara að hafa það! Ég kolféll fyrir þessari gömlu konu þegar ég sá hana fyrst. Hún heitir Mumu og er ekki stimpill heldur mynd sem ég keypti af þessari síðu: Mo's digital pencil Svo prentaði ég hana út í þeirri stærð sem hentaði og litaði hana með Copics tússlitunum :)
I just finished this card. It has been for a while on my table and I have had a little trouble to finish it. I'm not satisfied with the result. I have fallen in love with this old lady, I found her onMo's digital pencil

Laugardaginn 3. október verður alþjóðlegi kortagerðardagurinn haldinn og ég hvet ykkur til að taka þátt og skella í eins og eitt kort eða svo :) Það ætla ég að gera og setja það inn á bloggið mitt svo endilega fylgist með ;)
12.9.09
Jólaengill
9.9.09
Fyrsta jólakortið í ár/ The first christmascard this year.
Þá fara jólakortin að streyma inn. Eins gott að bretta upp ermarnar og setja allt á fullt í þeim efnum því ég ætla mér að gera ansi mörg jólakort þetta árið.
Ég hafði gaman af því að grafa upp þennan sæta stimpil en hann er úr línu sem heitir Honey and Pip. Afskaplega jólalegur og passar alveg í svona "gamaldags" kort.
Stimpillinn er litaður með Distress Ink. Blómin eru frá Prima. Pappírinn er frá MME....elska þann pappír!
Takk fyrir heimsóknina ;)
This is my first christmascard this year and I attend to make many of them before christmas. I have to use about 30 myself and I would like to make few for my mother. This lovely stamp is Honey and Pip and is colored with Distress Ink. The paper is from MME and the flowers are from Prima. Thank you for visiting :)
3.9.09
Bleikt og aftur bleikt! Pink and more Pink!
Næsta kort verður svo jólakort! Vonandi verður það fljótlega. Annars á ég von á nýjum Magnolíum inn um bréfalúguna og þær eru alveg gullfallegar og það verður örugglega freistandi að gera eitthvað úr þeim.
Pink is one of my favorite color and as you can see I use it a lot :) This cute magnoliastamp is colored with Distress Ink and I have been practicing to use it. I love to paint with ink.
Now I will begin to make christmascards ;) Have a nice day!
11.8.09
Mjakast í gang

Stimpillinn er að sjálfsögðu Magnolia og er máluð með Distress Ink bleki og SU bleki. Pappírinn er Bazzil Bling og Bo Bunny.
16.5.09
23.4.09
Magnolíukort í áskorun - new challenge blog, Just magnolia
Loksins kom kort frá mér :) svona er að vera upptekin skólastelpa! Er bara á kafi í að skrifa lokaritgerðina mína og eiginlega með hana á síðasta snúning því það eru skil eftir tæpan mánuð. En vonandi hefst þetta alltsaman ;) En það var gott að setjast niður í smá stund og gera kort. Þetta kort er fyrir áskorun á nýju magnolíubloggi sem heitir Just Magnolia. Það átti að gera kort eftir ákveðinni skissu og nota magnolíustimpil. Þar sem ég á "nokkra" þá ákvað ég að slá til :) Þetta er nýjasta magnolían mín og hún er lituð með copics.
Finally I made a card :) I'm very busy these days writing my final report and when I'm done I will be a registered nurse :) My dream job. This card is made for the new challenge blog Just Magnolia.
16.3.09
Sitjandi Tilda - Sitting Tilda
Þessi stimpill er eins og allir þekkja frá Magnolia og hún er lituð með hinum frábæru, æðislegu, dásamlegu copics litum :)
I have been a bit bussy the last days because of some school projects I had to finish. I would rhater make a card than do those school projects but I also want to finish my school ;) Here is a card with one of the great magnolia's Tilda. I colored it with my copic markers.
8.3.09
Kort í sjö kort á sjö dögum áskorun. Seven cards in seven days.
Þetta kort er í áskorun á skrapbook.is. Það á að gera sjö kort á sjö dögum og þetta er fimmta kortið. Stimpillinn er Wiff of Joy og hann er litaður með SU bleki. Pappírinn er BG. Blingið er í rauninni glært en ég litaði það með Copic's lit og það kom líka svona ljómandi vel út.
I'm going to try to write in english although my english is not very good. This card is made for a challenge. We are supposed to make seven cards in seven days and this one is number five. The beautiful stamp is from Wiff of Joy and I color it with Stampin'Up refill ink. I used Copic marker to color the swirl, I wanted it to be brown instead of crystal. I't looks great.
3.3.09
Kortin streyma alveg þessa dagana!
25.2.09
Ný Tilda
22.2.09
Bleikt og bjútí
Mikið leiðist mér hvað það er erfitt að versla sér Copic's litina. Finnst stundum glatað hvað það er erfitt að fá það sem mann virkilega langar í hér á landi. Svona er nú að búa á litlu landi þar sem er lítill markaður...og kreppa þar að auki :(
En sem betur fer er nú hægt að kaupa eitthvað föndurdót hér á landi :)
19.2.09
Kort í áskorun
Hér er enn eitt kortið sem ég geri í áskorun hjá Wiff of Joy Challenge blog. Þessi stimpill er svo krúttlegur :) Hann er líka frá Wiff of Joy. Ég stimplaði á vatnslitapappír og málaði myndina með bleki. Pappírinn er frá hinum og þessum framleiðendum. Blómin keypti ég á ebay eftir mikla leit ;) Þau eru frá prima ...alveg hrikalega sæt :)
14.2.09
Dúllerí
27.1.09
26.1.09
Afmæliskort
20.1.09
Bleikur hengill
17.1.09
Tilda á vegg
15.1.09
Fjólublátt og grænt
Pappírinn er gamall SU pappír. Fiðrildið er pönsað út með MS pönsi og blómin eru frá Prima.
13.1.09
Músa-afmæliskort
Ég held bara að ég sé að komast í kortagírinn aftur :) Það er sko kominn tími til! Annars finnst mér frekar erfitt að vinna á þessu litla vinnuborði mínu, það verður allt í drasli eins og skot og draslið hleðst upp á smá tíma. Ég nenni heldur aldrei að taka til um leið og ég er búin að gera kortið hehe :D
Mér finnst þessi stimpill alveg hrikalega dædur! Hann er frá Wiff of Joy og er einn af Party Animals safninu. Myndin er lituð með Copics litunum og pappírinn er BG.
11.1.09
Afmæliskort
Það greip um sig smá þörf fyrir að skapa eitthvað og úr varð þetta afmæliskort. Ég er þessa dagana í verknámi á Barnaspítala Hringsins og það er brjálað að gera í því og tilheyrandi verkefnavinnu auk þess sem maður er að taka niður jólin og koma heimilinu í stand eftir það. Þegar svona mikið er að gera hjá manni þá langar mann aldrei eins mikið til að sitja og föndra eitthvað ;)
Ég þarf nú sennilega að laga stóru stjörnuna eitthvað, ég fór að asnast til að handskrifa afmæli og er ekki sátt. Nenni því bara ekki núna.
Þetta er Wiff of Joy stimpill...rosa sætur, litaður með Copics tússum. Pappírinn er Crate, man ekki hvaða týpa og stjörnurnar eru pönsaðar út með SU pönsum. Þarna eru líka tölur frá BG.
Subscribe to:
Posts (Atom)